Lengd tíðarhringd

25.03.2018

Sæl Ég hef alltaf haft mjög reglulegan tíðarhring en alltaf 28 dagar og verið svoleiðis í mjög mörg ár en eftir að ég átti dóttur mína og þótt það seú komnir 8 mánuðir síðan hún hætti á brjósti er tíðarhringurinn 36 dagar+ Mér lýður ekki vel á neinni getnaðarvörn sem ég hef prófað og þar sem við ætlum að verða ólett aftur í ár vil ég ekki fara á neina en hvernig get ég lagað tíðarhringin og er þetta í eðlileg lengd hjá mér ?

Heil og sæl, jú það er rétt hjá þér að þessi tíðahringur er í lengri kantinum en það er samt mjög misjafnt hve langur hann er hjá hverri konu. Það er hugsanlegt að þinn hringur eigi eftir að laga sig aftur að því sem hann var áður en þú áttir barnið þitt þó liðinn sé nokkur tími frá því. Ég ráðlegg þér fyrst þú ert að huga að frekari barneignum að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.