Spurt og svarað

25. mars 2018

Lengd tíðarhringd

Sæl Ég hef alltaf haft mjög reglulegan tíðarhring en alltaf 28 dagar og verið svoleiðis í mjög mörg ár en eftir að ég átti dóttur mína og þótt það seú komnir 8 mánuðir síðan hún hætti á brjósti er tíðarhringurinn 36 dagar+ Mér lýður ekki vel á neinni getnaðarvörn sem ég hef prófað og þar sem við ætlum að verða ólett aftur í ár vil ég ekki fara á neina en hvernig get ég lagað tíðarhringin og er þetta í eðlileg lengd hjá mér ?

Heil og sæl, jú það er rétt hjá þér að þessi tíðahringur er í lengri kantinum en það er samt mjög misjafnt hve langur hann er hjá hverri konu. Það er hugsanlegt að þinn hringur eigi eftir að laga sig aftur að því sem hann var áður en þú áttir barnið þitt þó liðinn sé nokkur tími frá því. Ég ráðlegg þér fyrst þú ert að huga að frekari barneignum að ræða málið við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.