Neikvætt þungunarpróf

27.03.2018

Sæl eg og kærastinn minn erum að reyna eignast barn og eftir að ég hætti á pillunni hefur tíðarhringurinn minn verið 26 dagar. Ég var á pillu í í mörg ár en hafði samt reglulegan hring, ég gat ekki frestað blæðingum sama þó ég reyndi.. Nú er ég lokin á dag 34 í tíðar hringnum en fékk samt neikvætt á þungunarpróf í fyrradag.. Er með lítil einkenni, smá illt í brjóstum, hef fengið svima í 3 daga, finn mikla lykt af öllu og er með túrverki án þess að byrja á túr.. nú veit ég ekki hvort líkaminn sé að búa til þessi einkenni vegna vona minna eða hvað. Hversu lengi er hægt að fá jákvætt á prófi og staðfestir blóðprufa frekar grunnum þungun?

Heil og sæl, mér þykir frekar ólíklegt að þú sért ófrísk fyrst að þungunarpróf er neikvætt. Bíddu bara róleg í viku - 10 daga í viðbót og ef engar blæðingar hafa þá látið sjá sig skaltu taka annað þungunarpróf. Hvað varðar einkennin sem þú finnur fyrir þá eru þau líkast til  af öðrum toga því að þó þungunarprófið væri jákvætt værir þú tæpast komin með nokkur einkenni á þessum tíma. Gangi þér vel.