Spurt og svarað

29. mars 2018

Pillan gleymist

Ég er að velta fyrir mér einu, á laugardaginn tók ég inn pillu né 7 á pillu spjaldinu var reyndar búin að gleyma henni einu sinni í byrjun vikunnar og tók hana strax og ég mundi eftir henni en á laugardagskvöldinu hafði ég og kærasti minn mök og svo á sunnudag og mánudag gleymi ég enn einu sinni að taka pilluna en tók á þriðjudeginum 2 og aftur á miðvikudag 2 ekki mjög heilsusamlegt eða ráðlegt en er einhver möguleiki að ég gæti hafa orðið ófrísk á að hafa gleymt að taka pilluna þessa tvo daga eftir að hafa haft mök? Kær kveðja 

Heil og sæl, það er talað um að ekki megi líða lengri tími en 36 klst. milli pilla til að öryggið haldist. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.