Pillan gleymist

29.03.2018

Ég er að velta fyrir mér einu, á laugardaginn tók ég inn pillu né 7 á pillu spjaldinu var reyndar búin að gleyma henni einu sinni í byrjun vikunnar og tók hana strax og ég mundi eftir henni en á laugardagskvöldinu hafði ég og kærasti minn mök og svo á sunnudag og mánudag gleymi ég enn einu sinni að taka pilluna en tók á þriðjudeginum 2 og aftur á miðvikudag 2 ekki mjög heilsusamlegt eða ráðlegt en er einhver möguleiki að ég gæti hafa orðið ófrísk á að hafa gleymt að taka pilluna þessa tvo daga eftir að hafa haft mök? Kær kveðja 

Heil og sæl, það er talað um að ekki megi líða lengri tími en 36 klst. milli pilla til að öryggið haldist. Gangi þér vel.