Koma reglu á tíðarhringinn

29.03.2018

Hæ, ég og kærasti minn erum búin að vera að reyna að eignast barn í 9 mánuði. Ég er með rosalega óreglulegan tíðarhring eða 40-65 dagar. Ég er búin að vera að nota egglosstrimla en ég hef aldrei fengið jákvætt þrátt fyrir að nota strimlana í 3 mánuði. Ég fór til kvennsjúkdómalæknis fyrir 3 mánuðum og hún sagði að ég ætti að bíða þar til það er liðið ár frá því ég hætti á pilluni en hafa samband ef það koma blettablæðingar. Nú eru komnir 9 mánuðir og hringurinn minn er ekkert að breytast en ég er búin að fá 2x blettablæðingar og bæði skiptinn var bara smá blóð sem kom í klósettpappírinn og svo búið. Ég er að hugsa mikið um að fá annað álit og panta tíma hjá öðrum kvennsjúkdómalækni þar sem ég er að heyra svo mikið um að konur eru að fá lyf til að koma reglu á tíðarhringinn þegar hann hefur verið í rugli í nokkra mánuði. Mindir þú mæla með að ég bíði bara eða er sniðugt að panta annan tíma? Ég veit að 9 mánuðir er ekki langur tími en það er einhvað svo erfitt að bíða þegar það virðist ekkert vera að lagast hjá mér hringurinn. takk fyrir :)

Heil og sæl, oftast nær er nú talað um að bíða í eitt ár en auðvitað getur þú fengið tíma hjá öðrum lækni og ráðfært þig við hann. Það er ekkert að því en eins og þú bendir sjálf á þá eru 9 mánuðir ekki langur tími og ekkert óeðlilegt við að þú sért ekki orðin ófrísk á þeim tíma. Þú skalt  gera það sem þér finnst réttast, það er ekkert að því að leita til annars læknis en það þarf ekki nauðsynlega. Gangi þér vel.