Styttur legháls, samdrættir og kynlíf

27.11.2006
Sæl og takk fyrir góðann vef.

Ég greindist með stuttan legháls fyrir nokkru 2-3cm og lagðist inná  spítala með tálhríðir og var það stoppað af með dreypi í æð.  En leghálsinn virtist vel lokaður við síðustu skoðun og er ég nú komin rúmar 32 vikur á leið og með litla samdrætti og pínu túrverkjaseiðing undanfarið.
Þegar ég lá á spítalanum var mér ráðlegð algjör hvíld en ég má þó vera smá á ferðinni og hef farið í mínar mæðraskoðannir og annað en engar kringluferðir þó.  Ég var að spá í því hvort það sé í lagi að stunda kynlíf þegar maður hefur fengið tálhríðir og með styttann legháls?

með fyrirfram þökk

gurl

 
Komdu sæl.
 
Það er erfitt að svara spurningu þinni þar sem það er ekkert eitt rétt svar til.  Oft ganga svona tálhríðir yfir og leghálsinn lokast og lengist aftur og þá er allt í lagi að stunda samfarir.  Þú segist hinsvegar enn finna fyrir einhverjum samdráttum og túrverkjum sem geta bent til þess að eitthvað meira sé að gerast og þar sem þú ert ekki fullmeðgengin myndi ég ráðleggja þér að hafa ekki samfarir að sinni.  Hormónið Prostaglandin sem finnst í sæði karlmanna getur hjálpað til við að koma fæðingu af stað einmitt með því að mýkja og stytta leghálsinn og það er ennþá alltof snemmt.
Hinsvegar er kynlíf svo miklu meira en bara samfarir og það er allt í lagi að vera góð hvort við annað:)
 
Gangi þér vel.
 
yfirfarið 29.10.2015