Frjósemi eftir hormónalykkju

04.04.2018

Sæl, þannig er mál með vexti að ég lét taka hormónalykkjuna úr mér (Mirena) fyrir 10 vikum síðan og við höfum ekki ennþá byrjað að reyna að eignast barn, ég vildi bara læra aðeins á líkamann og hleypa öllum hormónunum úr líkamanum sem væru mögulega ennþá en hvað tekur það venjulega langan tíma fyrir konur að verða óléttar eftir að hafa verið með hormónalykkjuna s.s. hversu lengi er frjósemin að koma eftir hormónalykkjuna Mirena? Með fyrirfram þökkum.

Heil og sæl, það er frekar einstaklingsbundið hve lengi það tekur konur að verða ófrískar eftir að lykkjan er tekin. Stundum tekur nokkra mánuði að fá reglulegan tíðahring en stundum gerist það fljótlega. Ykkur er alveg óhætt að fara að reyna. Ef líkami þinn er ekki tilbúinn verður þú ekki ófrísk, það gerist þegar líkaminn er tilbúinn. Gangi ykkur vel.