Spurt og svarað

04. apríl 2018

Frjósemi eftir hormónalykkju

Sæl, þannig er mál með vexti að ég lét taka hormónalykkjuna úr mér (Mirena) fyrir 10 vikum síðan og við höfum ekki ennþá byrjað að reyna að eignast barn, ég vildi bara læra aðeins á líkamann og hleypa öllum hormónunum úr líkamanum sem væru mögulega ennþá en hvað tekur það venjulega langan tíma fyrir konur að verða óléttar eftir að hafa verið með hormónalykkjuna s.s. hversu lengi er frjósemin að koma eftir hormónalykkjuna Mirena? Með fyrirfram þökkum.

Heil og sæl, það er frekar einstaklingsbundið hve lengi það tekur konur að verða ófrískar eftir að lykkjan er tekin. Stundum tekur nokkra mánuði að fá reglulegan tíðahring en stundum gerist það fljótlega. Ykkur er alveg óhætt að fara að reyna. Ef líkami þinn er ekki tilbúinn verður þú ekki ófrísk, það gerist þegar líkaminn er tilbúinn. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.