Leghálsbilun á fyrri meðgöngu

06.04.2018

Sæl og takk fyrir frábæran vef Ég finn ekki mikið um leghálsbilun hér á síðunni og langar því að senda fyrirspurn. Ég fékk neyðarsaum á 20 viku vegna leghálsbilunar á seinustu meðgöngu og er orðin ólétt aftur. Ég er búin að búa mig undir að fá leghálssaum núna fyrr eða við 12-14 viku. Við hverju má ég búast á meðgöngu með leghálssaum ? Fer ég í algjörra hvíld ? Hve algengt er að fá sýkingu í saum sem var ekki lagður í neyð ? Ég finn fyrir miklum óróleika og óöryggi og er að reyna að safna að mér sem medtum upplýsingum um það sem framundan er. Með fyrirfram þökk

Heil og sæl, það er erfitt að svara þér beint þar sem hvert tilfelli er einstakt. Þú verður væntanlega að taka því eitthvað rólega en hvort þú ferð í algjöra hvíld veit ég ekki, það er einstaklingsbundið. Það er ekki algengt að fá sýkingu í saum. Ég skil vel að þú sért óróleg en nú veistu að þú færð sauminn, það verður skipulagt með fyrirvara og þér ráðlagt frá upphafi hvað er til ráða. Ég held að þú ættir að ræða málið við þinn kvensjúkdómalækni og/eða þína ljósmóður sem þekkja þína sögu og geta betur svarað þér hvernig ferlið muni verða. Gangi þér sem allra best.