Styttur legháls, samdrættir og kynlíf. Framhald

16.12.2006

Hvernig er það ef kynlíf er bannað útaf þannig hlutum, þá útaf prostaglandíninu sem fyrirfinnst í sæðinu, er ekki í lagi að nota þá smokk?   Hef mikið verið að spá í þessu þar sem ég hef verið að glíma við svipað
Takk fyrir


Komdu sæl.

 
Það er því miður ekki alveg svo einfalt.  Ertingin á leghálsinn við samfarir hefur líka áhrif og getur valdið því að líkami konunnar fari að framleiða prostaglandin sem svo aftur hefur áhrif á leghálsinn þannig að hann breytist eins og í byrjun fæðingar.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
15.12.2006.