Humar, ráðvillt

08.04.2018

Sæl, Ég hef verið að velta fyrir mér, í bæklingnum um mataræði á meðgöngu er ekki talað sérstaklega um að það þurfi að forðast humarát á meðgöngu (allavega ekki talinn upp sem fiskmeti sem skal forðast - þarna á spássíðunni). Hins vegar finnst mér vera mjög misvísandi upplýsingar/skilaboð "out there" um hvort óhætt sé að borða humar (þá með tilliti til kvikasilfursmagns/og baktería). Getið þið sagt mér hvort mér sé óhætt að borða humar á meðgöngu? Kv. Ein ráðvillt

Heil og sæl, já það má borða humar á meðgöngu en hafa hann vel eldaðan. Ekki borða hráar fiskafurðir. Gangi þér vel.