Meðgöngu sykursýki

08.04.2018

Ég var nýlega greind með sykursýki, komin 27 vikur, og á mörgum stöðum er talað um að konur eru settar afstað fyrir 41 viku. Á það alltaf við eða er látið mann ganga með barnið fram að 42 vikum í mesta lagi? Eða bara ef þú hefur með sykursýki fyrir? Takk fyrir.

Heil og sæl, konur með meðgöngusykursýki eru yfirleitt ekki látnar ganga með  framyfir. Þú skalt ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni og hún getur sagt þér í stórum dráttum hvað er framundan. Gangi þér vel.