Spurt og svarað

09. apríl 2018

Staða höfuðs í svefni

Hæhæ og takk fyrir góðan vef. Sonur minn er 6 vikna og höfuðið hans snýr alltaf í sömu átt þegar hann sefur eða liggur. Við reynum að snúa því en hann er fljótur að fara á hina hliðina. Getur þetta haft áhrif á hvernig beinin í höfði gróa saman? Fyrst ég er að senda inn fyrirspurn þá eru hægðirnar hans rosalega fljótandi-líkist niðurgangi- er það eðlilegt? Hann er eingöngu á brjósti og drekkur vel

Heil og sæl, byrjum á hægðunum, já eins og þú lýsir þeim hljómar þetta sem mjög eðlilegar hægðir. Þú verður að venja barnið á að horfa til beggja hliða og skalt setja handklæði eða eitthvað annað við til að halda höfði hans í þátt átt sem hann vill ekki horfa. Í sumum tilfellum geta vöðvar í hálsi ungbarna orðið styttri ef þau horfa mjög mikið bara til annarrar hliðar og snúa sér til baka þegar þeim er stillt upp í hina áttina og í verstu tilfellum þarf sjúkraþjálfun. Ef þú ert ekki búin að fara í 6 vikna skoðun með hann skaltu ræða þetta þegar barnið fer í þá skoðun og vita hvað lækninum finnst. Oftast nær lagast þetta með því að foreldrar læra að gera æfingar með barninu. Ef barnið hefur nú þegar farið í 6 vikna skoðun ráðlegg ég þér að fá álit barnalæknis. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.