Þrýstinudd

10.04.2018

Hæhæ, Ég á tvær eðlilegar meðgöngur og fæðingar að baki og er nú komin 38 vikur og 4 daga með þriðja barn. Ég er búin að heyra að þrýstinudd (acupressure) gæti flýtt fyrir undirbúningi og fæðingu, en ég er að velta fyrir mér hvort það sé öruggt fyrir 40 vikur? Með kveðju,

Heil og sæl, já þrýstinudd gerir þér ekki neitt og þú ferð ekki af stað í fæðingu nema líkami þinn sé tilbúinn fyrir það. Svo að þér er alveg óhætt að fara í nuddið. Gangi þér vel.