Keisari

12.04.2018

Sælar, Það er búið að ákveða að ég fari í keisara núna útaf erfiðri fyrri fæðingu. Ég gleymdi að spurja lækninn hvort sé hægt að óska eftir að það sé sofandi keisari? Mætti þá maðurinn minn vera inni hjá mér?

Heil og sæl, fyrirfram ákveðinn keisari er gerður í deyfingu og þá getur maðurinn þinn verið viðstaddur. Þú getur rætt það við svæfingalækninn þinn um muninn á svæfingu og deyfingu. Í svæfingu getur maðurinn þinn ekki verið hjá þér og fylgst með. Þú getur líka rætt málið um kosti og galla við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Gangi þér vel.