A vítamín

13.04.2018

Sæl, mig langar að spyrja...ég hef alltaf fengið mer eina cheerios skál i morgunmat og sá allt i einu að það eru 160 mikrogromm A vitamin i einum skammti (30g). Nú tek ég engin vítamín með a vítamíni og hef forðast lifur/lifrarkæfu/pylsu á meðgöngunni. Ég borða hins vegar töluvert af mjólkurvörum. Og svo bara venjulegan mat - ávextir og grænmeti, fisk, kjöt og brauðmeti. Nú er ég að hafa áhyggjur hvort það hafi ekki verið í lagi að borða cheerios skál á dag útaf a vítamíninu - er mikil hætta á að ég sé að fara yfir ráðlagðan dagsskammt. Kv. 27 vikna bumbulína

Heil og sæl, hafðu ekki áhyggjur af cheeriosinu þú ert langt undir hættumörkum. Gangi þér vel.