Verkur undir hægra herðablaði

14.04.2018

Hæhæ, ég er búin að vera með verk undir hægra herðablaði núna í nokkra daga og hann virðist ekkert ætla að minnka, kemur stundum líka undir hægra brjóstið og er oft að fá fjörfisk þar. Er gengin 27 vikur. Er þetta eitthvað til að skoða?

Heil og sæl, líkast til tengist þetta ekki beint meðgöngunni. Ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni, hún getur þá metið hvort tilefni er til að skoða málið. Gangi þér vel.