Hætta brjóstagjöf eða ekki

16.04.2018

Sælar, dóttir mín vill bara brjóst og ekkert annað, nú er svo komið að hún er nánast farin að svelta sig fyrir brjóstið orðin 8 og hálfs mánaða. Innst inni held ég að það væri best fyrir hana að hætta brjóstagjöfinni en ég er samt í vafa. Þætti vænt um að fá ráðleggingar hvernig væri best að gera það og hvaða sjónarmið væri gott að hafa til hliðsjónar bestu kveðjur.

Heil og sæl, þetta gerist stundum og þá er mikilvægt að þú hlustir á þína innri rödd hvað þú vilt gera. Ef þú vilt hætta brjóstagjöfinni væri æskilegast að fækka gjöfum rólega og gefa styttra í einu og reyna að láta þetta fjara út á nokkum dögum. Stundum er þetta auðveldara ef einhver annar annast barnið meira þar sem hún veit vel hvar brjóstin eru :-). Væri hugsanlega betra þegar td. pabbi hennar er í fríi svo hann geti verið meira með barnið. Gangi þér vel.