Spurt og svarað

16. apríl 2018

Hætta brjóstagjöf eða ekki

Sælar, dóttir mín vill bara brjóst og ekkert annað, nú er svo komið að hún er nánast farin að svelta sig fyrir brjóstið orðin 8 og hálfs mánaða. Innst inni held ég að það væri best fyrir hana að hætta brjóstagjöfinni en ég er samt í vafa. Þætti vænt um að fá ráðleggingar hvernig væri best að gera það og hvaða sjónarmið væri gott að hafa til hliðsjónar bestu kveðjur.

Heil og sæl, þetta gerist stundum og þá er mikilvægt að þú hlustir á þína innri rödd hvað þú vilt gera. Ef þú vilt hætta brjóstagjöfinni væri æskilegast að fækka gjöfum rólega og gefa styttra í einu og reyna að láta þetta fjara út á nokkum dögum. Stundum er þetta auðveldara ef einhver annar annast barnið meira þar sem hún veit vel hvar brjóstin eru :-). Væri hugsanlega betra þegar td. pabbi hennar er í fríi svo hann geti verið meira með barnið. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.