Spurt og svarað

16. apríl 2018

Efri mörk D-vítamíns á meðgöngu

Sæl, Ég missti fóstur fyrir um tveimur mánuðum og fór í kjölfarið í blóðprufur þar sem í leiðinni var skoðaður vítamínbúskapur og fleira. Allt kom vel út nema örlítill D-vítamínskortur. Ég fór þá að taka inn 50 µg (2000 IU) af D-vítamíni, ásamt 400 µg af Fólinsýru með B-12 vítamíni (Guli miðinn) sem ég var að gera fyrir. Nú er ég að reyna að verða ólétt aftur og hef áhyggjur af öllu sem gæti mögulega valdið því að ég missi aftur, þar sem ég missti einnig fóstur í desember sl. (Á þó eitt barn fyrir). Er í lagi að halda áfram að taka þennan skammt af D-vítamíni eða er betra að taka minni skammt? Finn svo misvísandi upplýsingar um þetta á netinu.

Heil og sæl, það er gott að taka ríkulega af D vitamíni meðan þú ert að vinna upp þennan skort. Þegar þú ert orðin góð er ráðlagður dagskammtur 15 mikrógrömm eða 600 AI og þú skalt halda þig við hann. Ef þú ert í vafa getur þú rætt við heimilislækni hvort skynsamlegt væri að mæla D vitamín hjá þér á nýjan leik. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.