reyna vera ólétt/egglos

18.04.2018

hæhæ, langar að prófa senda a ykkur og spurja. ég lét taka koparlykkjuna úr mér fyrir sirka 3 árum og ég er búin að eiga eitt barn eftir það. en ég er að reyna vera ólétt aftur og erum búin að vera reyna sirka núna 3 eða 4 mánuði og alltaf þegar ég tek óléttupróf þá kemur neikvætt. :/ ég var bara hugsa hvort að gæti verið eitthvað að hja mer núna ? ætti ég að fara í einhverja skoðun eða er ég kannski bara svona óþolinmóð.. og ég er 29 ára gömul :) ég var líka hugsa.. ég var á egglosi um helgina og hvenær er best fyrir mig að taka helst óléttupróf til að vita sirka hvort ég sé ólétt eða ekki ?

Heil og sæl, já þú ert pínu óþolinmóð. Það er ekki fyrr en búið er að reyna í ca. eitt ár að það er farið að skoða hvort eitthvað gæti verið að. Þú skalt ekki taka þungunarpróf fyrr en blæðingar detta út. Ef þú ert komin einhverja daga framyfir þá er gott að taka þungunarpróf. Gangi þér vel.