Túrverkir en enginn túr

23.04.2018

Hæhæ, ég hef verið að velta því fyrir mér hvað gæti mögulega orsakað það að ég sé með verki í móðurlífi, svona eins og túrverki en er komin 22 daga framyfir. Er búin að taka tvö próf og eru þau bæði neikvæð. Hef ekki tekið eftir öðrum einkennum óléttu nema verður stundum flögurt eða lystarlítil. Mun panta tíma hjá lækni en hef áhyggjur að þetta sé krabbamein frekar en ólétta þar sem að ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í 7 ár og aldrei notað vörn en engin baun hefur látið sjá sig, fyrirframþakkir

Heil og sæl, það er gott að þú pantar tíma hjá lækni því að í raun er ógerningur að giska á hvað er á ferðinni. Það er ekkert mjög óvenjulegt að rugl komist á hormón tímabundið og tíðahringur ruglist. Þú ræðir málið betur við lækni. Gangi þér vel.