Spurt og svarað

24. apríl 2018

Martröð hjá ungabarni

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef! Ég á eina 3ja vikna gamla stúlku sem dafnar mjög vel, vaknar einu sinni á nóttu til að drekka og drekkur svo á 1-3 tíma fresti yfir daginn. Síðastliðna daga þá hefur hún verið að rumska upp úr svefni með skelfingarsvip og virðist vera mjög hrædd eða brugðið og grætur í smá stund en sofnar svo aftur. Geta svona ung börn fengið martraðir? Eða tengist þetta frekar pílum í maga eða einhverju slíku?

Heil og sæl, það er til fyrirbæri sem kallast night terror en það leggst nú yfirleitt á mun eldri börn. Það er svosem engin algild skýring á því af hverju þetta kemur. Fyrst barnið dafnar og þroskast vel þá er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Þú getur minnst á þetta þegar þú ferð í ungbarnavernd næst. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.