Martröð hjá ungabarni

24.04.2018

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef! Ég á eina 3ja vikna gamla stúlku sem dafnar mjög vel, vaknar einu sinni á nóttu til að drekka og drekkur svo á 1-3 tíma fresti yfir daginn. Síðastliðna daga þá hefur hún verið að rumska upp úr svefni með skelfingarsvip og virðist vera mjög hrædd eða brugðið og grætur í smá stund en sofnar svo aftur. Geta svona ung börn fengið martraðir? Eða tengist þetta frekar pílum í maga eða einhverju slíku?

Heil og sæl, það er til fyrirbæri sem kallast night terror en það leggst nú yfirleitt á mun eldri börn. Það er svosem engin algild skýring á því af hverju þetta kemur. Fyrst barnið dafnar og þroskast vel þá er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur. Þú getur minnst á þetta þegar þú ferð í ungbarnavernd næst. Gangi ykkur vel.