Spurt og svarað

25. apríl 2018

Óreglulegur tíðahringur

Sælar Nú er ég og kærastinn minn búin að vera að reyna að eignast barn í um það bil 6 mánuði. Ég hef vanalega verið með mjög reglulegan tíðahring, eða um það bil 28 daga og hef verið á túr í sirka 4-5 daga og höfum við síðan alltaf verið dugleg að reyna í kringum egglosið og dagana þar á undan/eftir. Síðasti tíðahringur hjá mér var aðeins lengri en venjulega og fór ég tvo daga fram yfir og var ég bara á túr í um 3 daga, sem mér þótti frekar stutt en pældi samt ekkert meira í því. En nú var ég að byrja á túr á degi 22 í tíðahringnum mínum og var ég bara í sirka 1 og hálfan dag á túr. Nú er ég alveg rugluð og þá hef ég líklegast ekki verið að hitta á rétt egglos tímabil í þessum tíðahring. Getur verið einhver skýring á þessu sem að þið hafið svör við eða er þetta bara einhver tilviljun eða hormóna ruglingur?

Heil og sæl, það er líkast til einhver smá hormónaruglingur hjá þér. Oft lagast þetta alveg af sjálfu sér án þess að neitt sé að gert. Þú getur leitað til kvensjúkdómalæknis ef að þér finnst þetta ekki ætla að lagast. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.