Neyðarpillan og þunguð

25.04.2018

Sæl/ar. Ég svaf hjá manni þann 26 janúar hann fékk það ekki inní mig en fer samt inní mig eftir að hafa fengið það, þann 10 febrúar sef ég hjá öðrum manni hann fær það inní mig og já eg sef aftur þeim fyrri 17 feb og hann fékk það inní mig. strax um morguninn tek eg neyðarpilluna. Ég veit að þetta er óábyrgt og allt það en núna er ég gengin 12 vikur. Sem þýðir uppá dag að barnið er getið 10 feb. Ég verð samt svo efins, ég veit að neyparpillan rífur ekki meðgöngu en ég er samkvæmt þessu komin rétt viku á leið þegar ég tek neyðarpilluna, hún á að hafa virkni i hvað 3 sólahringa aftur í tímann. Er þá ekki hæpið að fóstrið hefði haft það af eftir getnaðinn þann 10 feb. Ég er allgjörlega lost, en tel það samt af og frá að barnið hafi komið undir þarna 26 jan því eg efast að sónarnum skeiki um svo langan tíma. Hafi þið einhver svör?

Heil og sæl, ég held að ef að þú ætlar að fá örugga niðurstöðu í þetta mál þá verður þú að bíða eftir fæðingu barnsins og gera þá próf til að úrskurða með vissu hvor er faðirinn. Þó að reynt sé að reikna með nákvæmni út hvenær getnaður á sér stað þá eru of margar breytur sem þarf að reikna inn svo að það er eignilega ekki hægt með vissu á ekki lengra tímabili. Gangi þér  vel.