Þarf að pumpa og henda eftir að drekka áfengi?

30.04.2018

Komiði sælar og takk fyrir frábæran vef. Ég er með 11 vikna gamalt barn á brjósti og gengur brjóstagjöfin vel. Ég er að fara út að borða næstu helgi og langar mig að fá mér eitt vínglas eða bjór með matnum. Ég sé á fyrri fyrirspurnum að maður þarf að bíða með brjóstagjöf í 2 klst. eftir einn drykk, en þarf maður að pumpa og henda mjólkinni sem hefur myndast að þeim tíma loknum eða getur maður gefið barninu brjóst strax án þess að pumpa? Gangi ykkur sem allra best í kjarabaráttunni.

Heil og sæl og takk fyrir góða kveðju. Set hér gamalt svar þar sem margar hafa velt þessu fyrir sér áður. Gangi ykkur vel.