skjálfti í ökklum

01.05.2018

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef, svör við ýmsum spurningum hér hafa róað mömmuhjartað þegar það hefur engin svör og hugurinn fer að reika. Ég er með 8 vikna gamlan dreng sem er hraustur og stór eftir aldri. Ég hef verið að taka eftir því að stundum kemur skjálfti/titringur í kálfavöðvann þegar ég slæ ristinni mót sköflungi. Þetta minnir á clonus og það slær ca 5-8x. Ég er nýfarin að taka eftir þessu og finn engar upplýsingar um þetta þegar ég leita að þessu á netinu, amk engar á íslensku. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé eðlilegt meðan taugakerfið er að þroskast eða hvort þetta sé eitthvað ég ætti að láta skoða af barnalækni.

Heil og sæl, ungbörn geta oft  fengið smáskjálfta án þess að neitt sé að t.d. í hökuna. Ég ráðlegg þér þó  að láta skoða þetta næst þegar þú ferð í ungbarnaverndina  í níu vikna skoðun. Það er mjög erfitt að segja nokkuð án þess að skoða barnið svo að það er best fyrir þig að fá einhvern til að meta þetta með þér. Gangi þér vel.