Nan þurrmjólk

03.05.2018

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef :) Ég er með mánaðargamla dóttur mína á nan þurrmjólk í fernum og var að spá hvort að maður verði alltaf að hita mjólkina eða hvort það megi gefa hana við stofuhita ef maður opnar nýja fernu að sjálfsögðu? Myndi hita hana oftast en er aðallega að meina ef maður fer með krílið út og það verður svangt og maður kemst ekki í örbylgjuofn. Bestu kveðjur :)

Heil og sæl,  ef þú kemst ekki í að hita mjólkina þá þarf það þarf ekki nauðsynlega ef hún er við stofuhita. Gangi þér  vel.