mjög mjög ljós lína á þungunarprófi

05.05.2018

ég er búin að vera með vott af óléttu einkennum, brjóstin að drepa mig og mjög mjög mikill flökurleiki öll lykt fer illa í mig og ég kem ekki miklu niður... en jámm ég prófaði að taka þungunarpróf en á samt ekki að vera byrjuð á blæðingum og það kom mjög mjög ljós lína en línan kom vel sem synir að prófið sé rétt, getur prófið verið gallað eða hvað... þetta var svona próf sem segjir að það eigi að vera hægt að taka hvenær sem er mér fannst línan smá glær en sást samt

Heil og sæl, ef þú ert ekki komin framyfir blæðingar þá ættir þú ekki að finna fyrir neinum þungunareinkennum þó þú værir þunguð. Ef þú hefur fengið ljósa línu getur þú vel verið ófrísk en þar sem þú ert þá svo stutt komin er línan ekki mjög greinileg. Ég ráðlegg þér að bíða og sjá til hvort blæðingar koma eða ekki og ef þær láta ekki sjá sig að taka þá annað próf þegar þu ert komin 5-7 daga framyfir. Gangi þér vel.