Harðar hægðir

07.05.2018

Góðan dag Ég er með mánaðar gamla dóttir mína eingöngu á nan mjólk í fernu vegna þess að ég veiktist svo mikið í fæðingunni og næ því miður ekki að framleiða brjóstamjólk. Hægðirnar hennar eru svo harðar er eitthvað hægt að gera til þess að mýkja þær? Bestu kveðjur :)

Heil og sæl, hugsanlega getur þú gefið henni malt extract í pelann, það eru leiðbeiningar sem fylgja í apótekinu. Annars ráðlegg ég þér að ræða málið við hjúkrunarfræðing í ungbarnavernd. Gangi ykkur vel.