Multidophilus Forte

08.05.2018

Hæhæ og takk fyrir góðan vef! Ég er komin tæpar 17 vikur á leið og hef verið að taka Acidophilus (með gula miðanum), mín ljósmóðir sagði að það væri öruggt. En mér finnst stór ókostur við Acidophilusinn að hann þarf að geymast í kæli, og ég er að fara ferðast til sólarlanda þar sem ég get það eiginlega ekki. Þannig ég var að velta því fyrir mér hvort ég það væri öruggt að taka Multidophilus Forte (Innihaldsefnin standa hér: https://gulimidinn.is/portfolio/multidophilus/) þar sem mér sýnist hann ekki þurfa að geymast í kæli? Eða eru einhverjir aðrir góðgerlar sem þú veist um sem innihalda Acidophilus og þurfa ekki að geymast í kæli? 

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að fara í apótek og ræða þar við lyfjatækni. Þeir eru alveg með á hreinu hvað er til og hvernig á að geyma það. Það eru til margar tegundir af gerlum. Góða ferð og njóttu þín vel í fríinu, en á mörgum hótelum og í íbúðum eru ísskápar. Gangi þér vel.