Brjostagjöf

08.05.2018

Ég er með sýkingu í húð og fór til læknis, gaf hann mér staklox fyrir og svo var ég að lesa í bæklinginn og stendur að maður þarf að hafa varan á því það fer úti brjóstamjólkina. Er alveg pottþétt í lagi að ég taki það. Ég lét hann vita að ég væri með barn á brjósti, vil bara vera alveg viss um að það sé í lagi.

Heil og sæl, já það er allt í lagi. Nýburar fá líka sýklalyf ef þeir veikjast og þetta er líka sama lyf og gefið er þegar konur fá brjostastíflu. Gangi þér vel og vonandi batnar þér fljott.