Spurt og svarað

08. maí 2018

Brjostagjöf

Ég er með sýkingu í húð og fór til læknis, gaf hann mér staklox fyrir og svo var ég að lesa í bæklinginn og stendur að maður þarf að hafa varan á því það fer úti brjóstamjólkina. Er alveg pottþétt í lagi að ég taki það. Ég lét hann vita að ég væri með barn á brjósti, vil bara vera alveg viss um að það sé í lagi.

Heil og sæl, já það er allt í lagi. Nýburar fá líka sýklalyf ef þeir veikjast og þetta er líka sama lyf og gefið er þegar konur fá brjostastíflu. Gangi þér vel og vonandi batnar þér fljott. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.