Bjúgur inn í fingrum

10.05.2018

Hæhæ og takk fyrir frábæran vef! :) Mig langar að fá ykkar ráðleggingar á bjúg inn í fingrum. Ég er komin 32v og byrjaði að finna dofa fyrir ca sex vikum. Ljósan mín skoðaði mig og þá var ég að byrja að mynda bjúg innan frá. Bjúgur hefur aðeins aukist, dofinn er stöðugur 24/7, náladofi í öllum fingrum á báðum höndum :( Ég átti að prófa að sofa með spelkur til að hafa hendur í einni stöðu en það dugði skammt. Ég drekk mikið vatn, fór og prófaði vatnsmelónur, er að byrja að taka Magnesium og ætla byrja að fara i sund og ýmislegt sem ljósan mælti með- allt mjög gott. Mig langaði að heyra frá fleiri ljósmæðrum- ef ske kynni að aðrar lumi á nýjum úrræðum :) Er eitthvað annað sem er gert við svona sem þið þekkið til- nudd, nálastungur eða eitthvað við svona hvimleiðum stöðugum dofa 24/7? Kv þessi sem er til í að prófa allt :)

Heil og sæl, mér heyrist þú vera að gera flest það sem hægt er til að laga þetta. Svona bjúgur og dofi með er mjög hvimleiður meðgöngukvilli. Ég þekki til dæma þar sem að sofa með hátt undir höndum virkaði vel ásamt nuddi. Hugsanlega gætu nálastungur hjálpað. Ég ráðlegg þér að athuga málið hjá viðurkenndum nálastugusérfræðingum. Vonandi nærðu að losa þig við þetta sem fyrst. Gangi þér vel.