Þrútin kynfæri og kláði

13.05.2018

Hæ hæ Nú er ég gengin um 26 vikur með barn nr 2, núna í ca viku hefur mér klæjað rosalega að neðan, síðan finnst mér allt í einu allt þarna niðri vera orðið svo stórt, sem sagt þrútið og hálf útstætt eitthvað man aldrei eftir að hafa upplifað þetta á fyrri meðgönguni, nema kynfærin voru jú svipað þrútin/bólgin rétt eftir fæðingu.. get ég gert eitthvað til að lina óþægindin? Hver gæti ástæðan verið?

Heil og sæl, kláðinn getur bent til þess að þú hafir sveppasýkingu. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni strax. Gangi þér vel.