Svefn á maganum

16.05.2018

Hæhæ, strákurinn minn er að verða 4 mánaða og vill aðeins sofa á maganum, hann vaknar alltaf eftir max 5 mínútur ef við látum hann sofa á hliðinni eða bakinu og meira að segja ef við leyfum honum að sofna á maganum og snúa honum svo þegar hann er sofnaður, í nótt fékk hann hósta eins og hann væri að kafna og hágrét síðan og var með ekka alveg þangað til ég náði að svæfa hann aftur. Við erum svo ótrúlega hrædd við þetta vegna þess að við höfum verið að lesa um hvað það er hættulegt að leyfa ungabörnum að sofa á maganum, hvað getum við gert?

Heil og sæl, eins og þið vitið er mælt með því að börn sofi á bakinu í upphafi. Hinsvegar styttist í að barnið fari að snúa sér og fara í allar mögulegar stöður á næturnar og þá er þetta ekkert sem þið ráðið við. Það eina sem þið getið gert er að leggja hann á bak eða hlið og oft er gott að hlaða mikið undir hann þannig að hann er hálfsitjandi stellingu. Stundum sætta börn sig frekar við baklegu ef þau eru ekki alveg flöt. Gangi ykkur vel.