Spurt og svarað

16. maí 2018

Svefn á maganum

Hæhæ, strákurinn minn er að verða 4 mánaða og vill aðeins sofa á maganum, hann vaknar alltaf eftir max 5 mínútur ef við látum hann sofa á hliðinni eða bakinu og meira að segja ef við leyfum honum að sofna á maganum og snúa honum svo þegar hann er sofnaður, í nótt fékk hann hósta eins og hann væri að kafna og hágrét síðan og var með ekka alveg þangað til ég náði að svæfa hann aftur. Við erum svo ótrúlega hrædd við þetta vegna þess að við höfum verið að lesa um hvað það er hættulegt að leyfa ungabörnum að sofa á maganum, hvað getum við gert?

Heil og sæl, eins og þið vitið er mælt með því að börn sofi á bakinu í upphafi. Hinsvegar styttist í að barnið fari að snúa sér og fara í allar mögulegar stöður á næturnar og þá er þetta ekkert sem þið ráðið við. Það eina sem þið getið gert er að leggja hann á bak eða hlið og oft er gott að hlaða mikið undir hann þannig að hann er hálfsitjandi stellingu. Stundum sætta börn sig frekar við baklegu ef þau eru ekki alveg flöt. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.