Spurt og svarað

20. apríl 2015

Sund og sól

Ef ég ætla stunda sund mikið á meðgöngunni og þar sem sumarið er rétt handan við hornið (vonandi) þá var ég að hugsa hvort ég ætti frekar að sækja innilaugar? Er sólin í of miklu magni slæm fyrir mig? Er komin 21v og 2d :)


Heil og sæl og mér líst vel á sundið hjá þér. Nei sólin er ekki slæm nema að þú verður að hafa í huga nokkrar varúðarreglur. Það er ekki gott fyrir neinn að sólbrenna og húðin er stundum viðkvæmari á meðgöngu. Það er því ráðlegt að nota sólarvörn einnig vegna þess að á meðgöngu geta stundum orðið litabreytingar í húðinni á meðgöngunni sem stafa af hormónum. Það er möguleiki að fá óreglulega dökka bletti í andlitið og/eða dökka línu á magann, þessir dökku blettir verða enn meira áberandi í sólinni. Hafðu samt í huga að það eru ekki nærri allar konur sem finna fyrir þessu. Útivist og sund er góð blanda fyrir alla og barnshafandi konur þar með taldar. Gangi þér vel.  

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
20. apríl 2015
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.