Einhver möguleiki á óléttu?

20.05.2018

Sælar, ég er með smá pælingu með egglos og blæðingar. En ég er búin að vera með frekar óreglulegar blæðingar eftir að ég hætti á pillunni í lok desember og þar að leiðandi búið að vera erfitt að finna út hvenær egglos er hjá mér. Ég prófaði egglospróf bæði á síðasta tíðahring og síðan aftur núna. Það kom alltaf neikvætt síðast og byrjaði ég mjög snemma á túr þann tíðahring en þegar ég tók núna fékk ég jákvætt egglospróf frekar seint í tíðahringnum, eða viku áður en að ég átti að byrja á túr, og ég byrjaði síðan á túr viku seinna. Ég er þá að pæla, eru líkurnar á að ég gæti hafa orðið ólétt á egglostímabilinu engar, eða gætu verið einhverjar líkur á því útaf egglosið kom svona seint og af einhverjum ástæðum hef ég samt bara byrjað á blæðingum?

Heil og sæl, ef að blæðingar detta út hjá þér þá getur þú farið að velta því fyrir þér hvort þú sért ófrísk og gert svo þungunarpróf í kjölfarið. Ég ráðlegg þér að taka egglospróf með fyrirvara og ef þú ert að reyna að verða ófrísk þá er afslappelsi og reglulegt kynlíf það besta. Ef það gengur ekki og þú ert ekki orðin ófrísk á einu ári þá getur verið gott að ráðfæra sig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.