Útferð/saumar/brjóst

21.05.2018

Hæ hæ og takk fyrir frábæran vef. Á meðgöngunni hjá mér byrjaði ég að fá gul/græna útferð sem ljósmóðir (án Skoðunar sagði að væri þavgleki) Eftir fæðingu er ég en með úthreinsun sem virðist ætla að enda í sömu útferðinni nú þegar barnið er orðið 8 vikna. Ég fór til kvennsjúkdómalæknis og hann hélt að ég væri með sýkingu og tók stroku en hún kom til baka alveg hrein. Hann sá að saumar hjá mér höfðu raknað upp en sagði að það væri ekki hægt að sauma vegna “sýkingar”. Síðan byrjaði að blæða mjög mikið Og ég fór aftur til hans og þá hélt hann að það hefðu jafnvel orðið leyfar af belgnum eftir (barnið er eingöngi á brjósti ). Ég er yfirleitt með slæma verki í klofinu/botninum sérstaklega á kvöldinn og oft með mikla verki í mjóbaki og lærum ég finn oft fyrir flensueinkenni einsog kuldahroll osf. Ásamt þessu er mér mjög illt í geirvörtunum og rosalega æðaber, stórar bláar æðar sjást á báðum brjóstum. Er búinn að fá tvær slæmar flensur á þessum tveimur mánuðum og er almennt mjög slæm í líkamanum á en erfitt með að standa upp og hreyfa mig. Ég er alveg að gefast upp getið þið ráðlagt mér hvað ég gæti gert ? Ég reyndi einusinni að hafa samband á kvennadeild en þá var mér bara sagt að það væri of langt síðan barnið fæddist.

Komdu sæl og blessuð, þín vandamál eru það mörg að ég ráðlegg þér að leita til læknis. Ef þú ert í sambandi við heimilislækni þá geturðu leitað þangað eða til kvensjúkdómalæknis ef að þér hentar það betur. Þú gætir einnig talað við ljósmóðurina þína á heilsugæslunni vegna verkjanna í brjóstunum. Gangi þér vel.