Spurt og svarað

28. maí 2018

Slím í hægðum

Sælar og takk fyrir þennan þarfa og frábæra vef ykkar. Búinn að nýtast mér mjög mikið. En ég á eina sem er að verða 5 mánaða, eingöngu á brjósti (á fyrir tvö börn, 21 og 18 ára, þannig að ég er nánast eins og frumbyrja) og er hún virkilega óvær, finnst hún búin að gráta og kveljast að mestu í 4 mánuði og höfum ég og pabbi hennar miklar áhyggjur af henni þar sem við höfum aldrei upplifað svona áður hjá hinum börnunum okkar. Hún grætur mikið og prumpar finnst mér óvenju mikið. Frá því hún fæddist hefur alltaf mikið slím verið í hægðunum hjá henni og vatnskenndar/þunnar, hafa aldrei verið svona kotasælu kenndar. Ég fékk brjóstagjafaráðgjafa heim og rálagði hún mér að taka út alla mjólk úr fæðunni minni og hef ég gert það núna í 3 vikur og hefur hún skánað alveg heilan helling, en er samt ennþá kvalinn annað slagið og ómöguleg, en þó ekkert í líkingu eins og áður en henni líður ennþá illa. Sefur max 30 mín í einu á daginn (er að sofa alltof lítið) stundum bara tveir/þrír svona stuttir dúrar á dag, virðist vakna af því að henni er illt. Ég fer svo í háttinn með hana um átta leytið og hún sofnar milli 20-22 (var að sofna mun seinna og tók það marga klukkutíma, stundum orgaði hún til 5 á nóttunni) og sefur svo max í 3 tíma í einu allar nætur, stundum bara klukkutíma og vill alltaf fara á brjóst þegar hún vaknar (tekur ekki snuð) Mig var farið að gruna að hún væri líka svöng þannig að ég byrjaði að gefa henni Hirsi graut fyrir 4 dögum síðan og hún er alveg sjúk í hann og í dag og gær gaf ég henni líka nokkrar skeiðar í hádeginu. En ég er svo smeik um að gefa henni of mikið... já eða of lítið þar sem hún er svona mikið kveisu barn. Myndi gjarnan vilja ráð við því. Og svo hef ég áhyggjur af þessu endalausa slími líka í hægðunum hjá henni, er búnar að vera hjá lækni með hana og eigum svo tíma eftir 3 vikur hjá ofnæmis lækni. En ég er að kafna úr áhyggjum af henni, ég er orðin svo smeik og hrædd um allt sem snýr að henni, er svo óviss með allt þar sem ég er svo hrædd um hana. Hún grætur svo hátt og sárt líka, með tárum og allt ;( Svo er eitt sem ég hef miklar áhyggjur af og er alveg miður mín yfir, og er svo smeik um að ég hafi hreinlega eyðilagt e-ð í meltingunni hjá henni þar sem ég bara hugsaði ekki og vissi ekki (þar sem ég hef adrei verið með svona óvært barn áður) að þegar ég var ný komin með hana heim af spítalanum þá nánast lifði ég á súkkulaðinu KitKat, hún var voða vær fyrstu dagana en svo umturnaðist allt og ég held innst inni að ég hafi eyðilagt meltingar færin hennar með þessu súkkulaði og nammi áti fyrstu dagana og vikurnar jafnvel ;( Getur það verið og ef svo, hvað er þá hægt að gera fyrir hana ? (ég fór ekki að huga almennilega að því hvað ég setti ofan í mig fyrr en hún var um 2/3 vikna gömul. (Eða jafnvel eldri, man ekki alveg)) Kv. Mamman í óvissu og með nagandi samviskubit

Heil og sæl, ekki hafa áhyggjur af kitkat áti eða annarri óhollustu sem þú hefur sett ofan í þig það er búið og gert og áhrif þess löngu farin. Þú getur ekki eyðilagt neitt í meltingarvegi hennar með neinu sem þú borðar. Börn geta haft óþol fyrir ákveðnum mat í mataræði móður (algengast að það séu mjólkurvörur) en enginn skaddast varanlega af því. Ég held að það besta sem þú gerir og aðrir foreldrar kveisubarna sé að reyna að hugsa vel um sjálfa þig og reyna að halda ró þinni. Óvær börn reyna verulega á og oft er nauðsynlegt að fá einhverja utanaðkomandi hjálp t.d. úr fjölskyldu eða vinahóp til að hafa barnið smástund svo þú getir haft smá tíma fyrir sjálfa þig. Svo er gott eins og þú ert að gera að fara með hana til læknis og láta útiloka ofnæmi/og eða eitthvað sem er að. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.