Blæðingar

29.05.2018

Sæl ég er búin að reyna að lesa mér til um þessar blæðingar, ég hef alltaf verið eins og klukkan nema núna fór ég á venjulegar blæðingar í byrjun maí, ekkert öðruvísi við þær. 2 vikum seinna byrjar svo aftur að blæða, samt mjög lítið og bara ljósbleikt, ekki ferskt blóð, liðu alveg 2 dagar á milli þessara blæðinga. Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta geti verið! Ég finn ekkert til og alls ekki neitt við kynlíf, það er ekkert öðruvísi sem ég er að tengja við. Kannski ég láti það fylgja að ég er ekki á neinum getnaðarvörnum og hef ekki verið í nokkur ár, og búin að vera með mínum sama manni í 20 ár.

Heil og sæl, milliblæðingar eru talsvert algengar, ef ekkert kemur frekar skaltu ekki hafa frekari áhyggjur af þessu, ef þetta fer að færast í aukana og koma endurtekið getur þú ráðfært þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.