Næsta fæðing!

30.05.2018

Hæhæ! Takk fyrir æðislega síðu sem ég notaði mikið þegar ég var ólétt. Núna á ég 2 mánaða son og allt gengur vel. Hann var samt tekinn með keisara (var sitjandi) sem mér þótti mjög leiðinlegt og því vil ég auðvitað að næsta fæðing verði í gegnum leggöng. Hvað er mælt með að bíða lengi með að eignast næsta barn til að eiga meiri möguleika á eðlilegri fæðingu eftir keisara? Ég er komin yfir þrítugt og því var planið að bíða ekki of lengi með næsta :)

Heil og sæl, það er misjafnt hve lengi er mælt með því að bíða eftir því að byrja að reyna aftur. Það er allt frá 9 mánuðum eftir fæðingu í eitt ár. Gangi þér vel.