áfengi eftir fæðingu

30.05.2018

sæl, ég er að velta fyrir mér hversu gamalt barnið þarf að vera til að geta farið að drekka sterkt áfengi aftur. Og þá meina ég mikið magn i eitt skipti og svo ekki aftur í langan tíma. Ef það er enginn regla um það með hverju er þá mælt og hverju ekki varðandi drykkju einstaka sinnum?

Heil og sæl, það er engin regla með það. Það verður að passa að hafa barnið ekki í rúminu hjá sér ef verið er undir áhrifum áfengis og eins að taka tillit til þess við brjóstagjöf. Ef þú hyggst drekka mikið áfengi þá mundi ég ráðleggja að annar aðili hugsi um barnið þar til áhrifin af áfenginu eru runnin út. Gangi þér vel.