Óspennandi meðganga

03.06.2018

Sælar Mig langar aðeins að forvitnast. Mér finnst ég ekki vera tengjast barninu sem ég er ólétt af. Finnst ég ekki vera spennt fyrir komandi tímum og nenni ekki að gera tilbúið fyrir komu þess. Ég á eitt barn fyrir og þá upplifði ég meðgönguna allt öðruvísi og fannst ég mun meira spennt fyrir öllu. Núna finnst mér bara vera vesen að vera með þessa kúlu og vil helst ekki vera tala neitt mikið um þetta. Ætti ég að hafa áhyggjur af þessu eða mun þetta breytast þegar barnið kemur í heiminn. Finnst ég get ekki geta rætt þetta við ljósmóðurina sem ég hef í mæðraverdinni þar sem við náum ekki það vel saman.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða þetta við góða vini eða stuðningsaðila og sjá hvort að eitthvað breytist. Ef tilfinningar þínar breytast ekki og þér finnst þú ekki finna til neins gagnvart barninu gæti verið ráð að fara til sálfræðings og ræða við hann. Það er skynsamlegt að vinna í þessu á meðgöngunni í stað þess að sjá til hvort tilfinningar þínar muni breytast eftir fæðinguna. Ég ráðlegg þér eindregið að undirbúa þig eins vel og kostur er á meðgöngunni. Gangi þér vel.