Dauf lína á þungunnarprófi

05.06.2018

Hæhæ Erum búin að vera reyna í smá tíma og ég var á letrozole til að hjálpa til með egglos og ég fékk daufa jákvæða línu á þungunnarprófi í gær. Er þá samkvæmt mínum reikningum komin 2-3 vikur, sést það svona snemma? Brjóstin á mér búin að stækka töluvert strax og er hel aum í þeim. En er með “túrverki” eða svona seiðingu í leginu er það eðlilegt? Fyrsti dagur síðustu blæðinga var 7.mai. Er stödd erlendis fer beint til kvennsa þegar ég kem heim en ehv svör myndu hjálpa til við að halda ró þar til ég kem heim. Fyrirfram þakkir.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að bíða róleg þar til þú hefur misst úr blæðingar og taka þá aftur þungunarpróf. Ef þú hefur fengið daufa línu þá er vissulega möguleiki á þungun. Gangi þér vel.