Sár á geirvörtum

06.06.2018

Góðan dag og takk fyrir góðan vef. Mig langar að spyrja, hvað get ég gert til þess að undirbúa næstu brjóstagjöf? Ég er komin 30 vikur á leið með annað barn. Ég átti dóttur mína fyrir tæpum tveimur árum og fékk blæðandi sár á geirvörturnar strax eftir fæðingu hennar. Ég píndi mig í 5 mánuði með hana á brjósti eða þangað til hún missti allan áhuga þar sem hún fékk pela á milli útaf sársaukanum sem fylgdi sárunum. Ég fékk alla viðeigandi aðstoð á sínum tíma, ég er bara með mjög viðkvæma húð. Í dag eru geirvörturnar mjög aumar og ég er með ljót ör, það mynduðust hálfmánasár. Nú kann ég að leggja barn á brjóst en ég er ofboðslega kvíðin þessu og langar að standa mig sem best. Eru einhver ráð til að undirbúa mig, einhverjar olíur til, á ég að herða þær? Með fyrirfram þökk.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni og sjá hvort hún getur hjálpað þér eða jafnvel að fara í viðtal við brjóstagjafaráðgjafa áður en þú fæðir. Svo skaltu líka biðja um ljósmóður í heimaþjónustu sem er sérhæfð í brjóstavandamálum og/eða brjóstagjafaráðgjafi. Gangi þér vel.