Spurt og svarað

06. júní 2018

Sár á geirvörtum

Góðan dag og takk fyrir góðan vef. Mig langar að spyrja, hvað get ég gert til þess að undirbúa næstu brjóstagjöf? Ég er komin 30 vikur á leið með annað barn. Ég átti dóttur mína fyrir tæpum tveimur árum og fékk blæðandi sár á geirvörturnar strax eftir fæðingu hennar. Ég píndi mig í 5 mánuði með hana á brjósti eða þangað til hún missti allan áhuga þar sem hún fékk pela á milli útaf sársaukanum sem fylgdi sárunum. Ég fékk alla viðeigandi aðstoð á sínum tíma, ég er bara með mjög viðkvæma húð. Í dag eru geirvörturnar mjög aumar og ég er með ljót ör, það mynduðust hálfmánasár. Nú kann ég að leggja barn á brjóst en ég er ofboðslega kvíðin þessu og langar að standa mig sem best. Eru einhver ráð til að undirbúa mig, einhverjar olíur til, á ég að herða þær? Með fyrirfram þökk.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að ræða málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni og sjá hvort hún getur hjálpað þér eða jafnvel að fara í viðtal við brjóstagjafaráðgjafa áður en þú fæðir. Svo skaltu líka biðja um ljósmóður í heimaþjónustu sem er sérhæfð í brjóstavandamálum og/eða brjóstagjafaráðgjafi. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.