Hormónalykkjan

07.06.2018

Daginn, Lykkjan var tekin 2.maí hjá mér og ég fór á mjög miklar blæðingar í 10 daga þann 6.maí. En kvensjúkdómalæknirinn var búin að segja að það ætti ekki að byrja að blæða fyrr en 3-4 vikum eftir að lykkjan er tekin. Núna bólar ekkert á næstu blæðingum, og ég fæ neikvæð þungungarpróf. Á maður að búast við því að tíðarhringurinn sé svona ofsalega óreglulegur eftir lykkuna. og hversu lengi þá er maður að rétta sig af. Ég var með lykkjuna í 2 ár.

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að bíða núna einn tíðahring og sjá hvað gerist. Ef engar blæðingar láta sjá sig þá ráðlegg ég að endurtaka þungunarpróf og ef það er neikvætt getur þú rætt málið við kvensjúkdómalækni. Það er einstaklingsbundið hve lengi er að koma regla á blæðingar. Gangi þér  vel.