Spurning 39v+5d

07.06.2018

Hæhæ Mig langaði að spyrja ykkur, ég er gengin 39v+5d í nótt gat ég ekkert sofið fyrir miklum samdráttum og túrverkjaseiðing - gat svo sofnað kl 03:00 en vaknaði svo aftur 05:30 með sömu verki og harða samdrætti, það voru 6-8 mín á milli. síðan náði eg að leggja mig klukkan 09:00 til 11:30 og hef ekki verið með neitt síðan. Gerist þetta oft að verkir hætta bara og ekkert gerist?

Heil og sæl, já þetta er alveg eðlilegt. Það er mjög misjafnt hvað konur finna mikið fyrir þessu. Sumar konur fá ekkert svona og byrja bara beint í fæðingu. Aðrar konur geta fengið svona fyrirvaraverki oft áður en kemur að fæðingu og þeir geta verið frekar vondir og truflandi. Það getur verið gott ráð að fara í bað og liggja þar góða stund þegar svona verkir byrja. Gangi þér vel.