Blæðingar eftir fæðingu

08.06.2018

Góða kvöldið, ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvenær blæðingar byrja aftur eftir fæðingu. Ég átti barn fyrir 6 mánuðum síðan og er ekki byrjuð enn. Er með barnið mikið á brjósti og nýbyrjuð að gefa því að borða. Bestu kveðjur.

Heil og sæl, það er mjög einstaklingsbundið hvenær blæðingar byrja aftur. Þær konur sem eru með fulla brjóstagjöf lengi eru gjarnan lengur að byrja aftur á blæðingum. Gangi þér vel.