Spurt og svarað

20. júní 2018

ófrjósemi og ólétt

sælar, ég er móðir sem á 2 börn og langar að eignast 3 barnið mitt. er 29 ára. átti eðlilegar fæðingar. en allavega þá er ég orðin skíthrædd núna. 24 apríl, lendi ég upp á spítala og mikla kviðverki en ég var inn á sprítalanum i 2 daga en engin vissi hvað var að mér og það var tekin rosalega mörg test á mig og tekin stest fyrir öllum kynsjókdómum og allsskonar. en þeir loksins settu mig í sneiðmyndatöku og sögðu blaðra hafi sprungið hjá eggjaleiðaranum eða eithvað þannig og valdið þá svona miklum verkjum en á þeim tíma þegar það átti hafa skeð þá voru engar blæðingar fyrr en 2 vikum seinna eða viku seinna og blæddi í 9 daga þá og svo kringum 20 dögum seinna blæðir aftur og í nokkra daga bara. en ég fór til kvennsjúkadómalæknir 6 júní og þá tók hún strok og sagði mer nokkrum dögum seinna að ég væri með klamidíu og hún skoðaði sjúkrasöguna mína alveg til 24 apríl og sagði við mig að ég hafi verið með jákvætt kamidíu test þá og ég fór í algjört sjokk og komst að því landspítalinn fossvoginum sagði mer ekki frá því að ég hafi verið greind með jákvætt klamidíu test 24 apríl. þannig ég var búin að vera með hana meira en mánuð en ég er komin í meðferð við klamidíunni og kallinn minn. þannig ég er buin að fa klamdíu og vera með hana greinilega lengi og búin að fá bólgu í eggjaleiðaranum. ég hef heyrt að maður getur orðið ófrjó ? ég og kallinn minn erum búin að vera reyna vera ólétt rétt um í 4 mánuði og ekkert hefur skeð :/ :/ er ég kannski bara orðin ófrjó ? :/ :/ ég er að farast úr stressi og líður hræðilega illa og veit ekki hvað ég á að gera :/ langar svo eignast fleiri börn, ég er alltof ung til að verða ófrjó. er ég ófrjó? en síðast þegar ég fór til kvennsa þá sagði hun allt liti vel út leggið mitt og allt það nema hún greindi mig með klamidíu.

Heil og sæl, það er alltof snemmt að fara að tala um ófrjósemi hjá þér núna þegar þið eruð bara búin að reyna í fjóra mánuði að eignast barn. Það getur oft tekið miklu lengri tíma að búa til barn. Vissulega getur klamidía valdið ófrjósemi en það er bara í verstu tilfellum. Læknirinn sem skoðaði þig sá ekkert athugavert og þið skulið því ekki haf áhyggjur og halda áfram að reyna og sjá hvort ekki tekst að búa til barn. Ef ekkert hefur gerst þegar þið eruð búin að reyna í eitt ár getur verið gott að ráðfæra sig við kvensjúkómalækni. Gangi ykkur vel.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.