Spurt og svarað

28. janúar 2015

Bakverkir og bara 10 vikur

Sæl. Ég er einungis komin 10 vikur á leið en er alveg ómöguleg í bakinu. Ég er bólgin í öllu bakinu ásamt því að vera með bólgið mjóbak. Ég fer í heitt bað á hverjum degi og reyni að taka því rólega en verkirnir eru alveg að gera útaf við mig. Ég er frekar tæp í bakinu að eðlisfari. Hvað á ég að gera? Getur verið að þetta sé vegna ólétturnar þrátt fyrr að vera komin svona stutt á leið. Ég fór til læknis áðan og hann sendi þvagsýni í ræktun en við fyrstu sýni kom neikvætt um þvagfarasýkingu.


Heil og sæl, þetta er ekki gott að heyra. Mér finnst afar hæpið að þetta sé vegna meðgöngunnar. Það sem helst hrjáir konur í baki  á meðgöngu er grindargliðnun og þær eru í vel flestum tilfellum komnar talsvert lengra á leið áður en þær verða svona slæmar. Þar að auki passar lýsing þín ekki við það. Það sem að mér dettur fyrst í hug miðað við lýsingu þína er að þú sért undirlögð af vöðvabólgu og ég held að nudd og ef til vill sjúkraþjálfun mundi hjálpa þér, það hjálpar þér líka til að styrkja á þér bakið almennt og þú virðist þurfa á því að halda þar sem þú ert tæp fyrir. Ég ráðlegg þér að nota þessar vikur sem eftir eru af meðgöngunni til að vinna að því að koma bakinu í gott stand því að það hjálpar þér í fæðingunni að vera vel á þig komin og ekki síður þegar krílið er fætt og krefjandi ungbarna umönnun hefst.  Gangi þér vel.
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28.01.2015
 
 
 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.