Gleymd pilla - Kynlíf á blæðingum

24.06.2018

Er á pillunni, en gleymdist á föstudegi og uppgötvaðist það ekki fyrr en 2 dögum seinna - Ég kláraði bara spjaldið átti nefnilega ekki mikið eftir - Semsagt gleymdist á föstudegi og kláraði spjaldið á mánudegi fór þá í pillupásuna. Stundaði svo óvarið kynlíf þegar ég var á blæðingum þá á sunnudegi (komin 7 dagar frá gleymdri pillunni) og byrja á spjaldi á morgun (mánudegi). Eru líkur á þungun eða er virkni pillunar í gildi? Er að velta þessu fyrir mér því ég tók bara 3 pillur eftir gleymdu pillunni og svo pillupása - Hvort virknir sé eins og ég hafi ekki gleymt?

Heil og sæl, þegar þú ert á blæðingum er ekki egglos í gangi og þú því ekki frjó. Þú ættir því ekki að verða ófrísk á meðan blæðingum stendur. Gangi þér vel.