Kynlíf eftir fæðingu

24.06.2018

HæHæ ljósmóðir ég átti strák fyrir 7 vikum síðan og var að prufa kynlíf fyrsta skiptið eftir fæðingu og það er vont,meiðír mig þegar limurinn fer inn er eitthvað sem eg get gert til að laga þetta ? Eða þarf ég að bíða bara Lengur

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að bíða aðeins og byrja svo bara rólega, hugsanlega má byrja með að setja fingur inn. Það kemur ekki fram hjá þér hvort þú rifnar mikið eða hvort áhöld (sogklukka/töng) voru notuð. Oftast lagast svona óþægindi af sjálfu sér með tímanum en ef þetta lagast ekki fjótlega er ráðlegt að ráðfæra sig við kvensjúkdómalækni. Gangi ykkur vel.