Uppþema og verkir

27.06.2018

Hæhæ, er komin um 6vikur á leið og er alltaf svo uppþemd og með verki. Næ ekki að skila gasi og hægðatregða. Þetta er búið að vera nuna í um 2 vikur. Hvað get ég gert? Ligg andvaka í fóstur stellingu heilu næturnar, hryllingur að vera svona. Von um skot svör, takk fyrir.

Heil og sæl, seinkaðar þarmahreyfingar fylgja meðgöngunni. Þú verður að huga að mataræðinu, taka út mjólkurvörur og auka trefja inntöku t.d. með grænmeti, grófu brauði og t.d. hafragraut. Einnig er gott að drekka mikið vatn. Ef hægðatregðan er slæm er hægt að taka inn hægðalosandi lyf í einhvern tíma til að losa um vandann. Ef ekkert gerist við þetta og þú ert áfram slæm ráðlegg ég að ræða málið annaðhvort við ljósmóðurina þína í meðgönguvernd eða heimilislækni. Gangi þér vel.